Lúðrasveit Tónmenntaskólans - Árið 1986

Yngri og eldri strengjasveit og lúðrasveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur héldu tónleika í Háskólabíói sunnudaginn 16. mars árið 1986.

Það árið voru um 500 nemendur en kennarar voru um 40 talsins.  Meðal annars störfuðu við skólann tvær hljómsveitir með rúmlega 50 strengleikurum og tvær lúðrasveitir með um 50 blásurum.

Mikið var um tónleikahald á vegum skólans þetta árið en í meðfylgjandi spilara er hægt að hlusta á tónleikana.