Meðfylgjandi myndir eru frá því þegar Lúðrasveitin Svanur tók þátt í landsmóti í Stykkishólmi árið 1979 og nokkrar frá tónleikum á Skólavörðustíg 7. júní 1980, en þar er Big Band Svansins að spila á listahátíð.  Eins eru nokkrar myndir frá Noregsferð Svansins seinni part júní mánaðar árið 1980.

Það var Svansmaðurinn Helgi Baldvinsson sem tók myndirnar og eru birtar hér með sérstöku leyfi hans og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.