Stórsveit Reykjavíkur hélt tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 12. mars árið 1994 kl. 17:00.
Þetta voru aðrir tónleikar hljómsveitarinnar í Ráðhúsinu um veturinn 1994.
Á efnisskránni var hefðbundin Big band tónlist, bæði ný og gömul. Hljómsveitastjóri var Sæbjörn Jónsson.
Söngvarar með Stórsveitinni voru Þuríður Sigurðardóttir, Ragnar Bjarnason og Egill Ólafsson og sungu þau meðal annars lögin All of me, It don’t mean a thing og New York, New York.
Kynnir á tónleikunum var Friðrik Theodórsson, básúnuleikar.
Tónleikana er hægt að hlusta á í meðfylgjandi spilara.
Tónleikar Stórsveitarinnar í Ráðhúsinu árið 1994