Fréttir

/Fréttir

Tónleikar Stórsveitarinnar í Ráðhúsinu árið 1994

03.09.2017|

Aftast: Ársæll, Bjarni Efri röð:Sæbjörn, Árni, Björn R, Birkir, Jóhann, Einar V, Einar J, Guðmundur, Valgeir, Stefán Ó - Neðri röð: Peter, Úlfur, Óskar, Stefán, Gestur. Stórsveit Reykjavíkur hélt tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 12. mars árið 1994 kl. 17:00. Þetta voru aðrir tónleikar hljómsveitarinnar í Ráðhúsinu um veturinn 1994. Á efnisskránni var

Nýjar myndir í myndasafnið – Svanurinn 1979 og 1980

08.01.2017|

Meðfylgjandi myndir eru frá því þegar Lúðrasveitin Svanur tók þátt í landsmóti í Stykkishólmi árið 1979 og nokkrar frá tónleikum á Skólavörðustíg 7. júní 1980, en þar er Big Band Svansins að spila á listahátíð.  Eins eru nokkrar myndir frá Noregsferð Svansins seinni part júní mánaðar árið 1980. Það var Svansmaðurinn Helgi Baldvinsson sem tók

Big band Svansins í Háskólabíói árið 1979

28.12.2016|

18 manna Big band sem myndað var af hljóðfæraleikurum úr lúðrasveitinni Svan kom víða fram við mjög góðar undirtektir áheyrenda. Í meðfylgjandi spilara er hægt að hlusta á upptöku Big bandsins í Háskólabíói árið 1979.  Hljómsveitarstjóri og sólóisti Sæbjörn Jónsson. Meðfylgjandi mynd er þegar Big-Band Svansins spilaði á skemmtun í Þórskaffi.

Upptaka Lúðrasveit Tónmenntaskólans frá árinu 1986

28.12.2016|

Yngri og eldri strengjasveit og lúðrasveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur héldu tónleika í Háskólabíói sunnudaginn 16. mars árið 1986. Það árið voru um 500 nemendur en kennarar voru um 40 talsins.  Meðal annars störfuðu við skólann tvær hljómsveitir með rúmlega 50 strengleikurum og tvær lúðrasveitir með um 50 blásurum. Mikið var um tónleikahald á

Tónlistarsafn

27.12.2016|

Sæbjörn Jónsson var í gegnum tíðina mjög öflugur í að koma sér upp tónlistarsafni og eru fjölmargar upptökur til af tónleikum í gegnum feril hans sem tónlistarmanns.  Í stað þess að þær söfnuðu ryki niðri í skúffu var ákveðið að koma öllu tónlistarsafninu fyrir á trompet.is og eru nú þegar tvennir tónleikar aðgengilegir í spilaranum

Nýr vefur Trompet.is í loftið

26.12.2016|

Vefur Sæbjörns Jónssonar heitins trompetleikara - trompet.is,  hefur fengið nýtt útlit og verið uppfærður og endurbættur. Trompet.is er snjallvefur (e.responsive) sem aðlagar sig að skjástærð þess tækis sem hann er skoðaður í hverju sinni ss. ipad, snjallsímum, borðtölvu o.s.frv.. Það var Tónaflóð heimasíðugerð (www.tonaflod.is) sem sá um hönnun síðunnar.