Kassetta - Snælda - Segulbandsspóla

Sæbjörn Jónsson var í gegnum tíðina mjög öflugur í að koma sér upp tónlistarsafni og eru fjölmargar upptökur til af tónleikum í gegnum feril hans sem tónlistarmanns.  Í stað þess að þær söfnuðu ryki niðri í skúffu var ákveðið að koma öllu tónlistarsafninu fyrir á trompet.is og eru nú þegar tvennir tónleikar aðgengilegir í spilaranum hér.

Með komandi mánuðum og árum verður settar inn reglulega upptökur af hinum ýmsum viðburðum og tilkynnt hér á vefsíðunni og eins á facebook síðu trompet.is.