Lúðrasveitin 1960-1982
Lúðrasveitin 1960-1982
Leikið verk fyrir sex málmblásara og pákur í sjónvarpssal.
Lúðrasveitin 1960-1982
Sæbjörn Stjórnandi og Jóhann Gunnarsson sem leisti það frábæra hlutverk að leika á ritvélina, verk sem er skrifað fyrir ritvél og lúðrasveit eftir Leroy Andersen í sjónvarpssal.
Lúðrasveitin 1960-1982
Þórir sigurbjörnsson baritonleikari hægra megin var mikill hvatamaður í Svaninum gegndi mörgum embættum og var frábær félagi, hann féll frá altof ungur og var mikil eftirsjá þegar hann hvaddi.
Lúðrasveitin 1960-1982
Alma færir föður sínum blóm eftir tónleika, þetta var rétt áður en hún sjálf fór að taka þátt í starfi Svansins.
Lúðrasveitin 1960-1982
Lúðrasveitin 1960-1982
Jón Sigurðsson í Skátaheimilinu með smá tónleika enda þröngt um sveitina. Sæbjörn er til vinstri á 1. Trompet
Lúðrasveitin 1960-1982
Arne Björhei Norskur Trompetleikari sólisti með Svaninum á tónleikum fyrir fullu húsi í Háskólabíó.
Lúðrasveitin 1960-1982
Lárus - Sæbjörn og Kristján að spila trompettríó sóló á tónleikum í Háskólabíó. Jón Sigurðsson Stjórnar.
Lúðrasveitin 1960-1982
Svanurinn með eina af sínum góðu tónleikum í Háskólabíó stjórnandi Sæbjörn Jónsson, bein upptaka af mörgum sem voru svo sendar út í Ríkisútvarpinu.
Lúðrasveitin 1960-1982
Frá tónleikum í Stykkishólmi. Svanurinn og sæbjörn með sóló, Ellert karlsson stjórnar..
Lúðrasveitin 1960-1982
Sveinn Sigurðsson með Sousafóninn sinn sem hann lék á allan þann tíma sem hann var í Svaninum, sem voru áratugir.
Lúðrasveitin 1960-1982
Svanurinn í Stykkishólmi og Arne Björhei með sóló.
Lúðrasveitin 1960-1982
Frá Stykkishólmi. Arne trompetleikari að stjórna sameinuðum sveitunum en hann var skólastjóri Tónlistaskólans í Stykkishólmi í þrjú ár.
Lúðrasveitin 1960-1982
Frá lauganesskóla. Svanurinn með tónleika í laugarnesskóla í tilefni því að til okkar kom Skólahljómsveit frá Oppegård, úthverfi frá osló.
Lúðrasveitin 1960-1982
Frá lauganesskóla. Oppegårdsveitin svarar með spilamensku, við áttum eftir að fara í heimsókn til þessarar sveitar í Noregi mjög skemmtilega ferð.
Lúðrasveitin 1960-1982
Jón Sigurðsson stjórnaði mörgum Sjónvarpsupptökum þessi mynd er úr einni af mörgum, Sæbjörn er á 1. Trompet, Valva Gísladóttir situr í fremstu röð til vinstri á myndinni við hlið Gísla föður sínum, ég held að hún hafi ekki verið nema 12 ára þarna en þegar orðin mjög fær á flautu.
Lúðrasveitin 1960-1982
Jón Sigurðsson að stjórna einum af mörgum tónleikum sínum í Háskólabíó. Myndin er sennilega frá 1972 - 1973.
Lúðrasveitin 1960-1982
Myndin tekin á æfingu í Tónabæ, Sousafónarnir þrusu hljóðfæri
Lúðrasveitin 1960-1982
Þetta er bara skyndimynd af Svaninum. Fræg söngkona með Svaninum hún er frábær listamaður, söngkona - tónskáld og góður hljóðfæraleikari þetta er hún Ragnhildur Gísladóttir, sem stendur vinstra megin á myndinni við líruna falleg ljóshærð stúlka á þessum tíma. Hún var í Svaninum meðan hún lærði tónmennt í Tónlistaskólanum í Reykjavík.
Lúðrasveitin 1960-1982
Þrír góðir trompetleikarar. Þrjú í hörku trompetsóló með Svaninum, en þau eru Karen, Kristján og Ellert, þarna var frábær spilamennska framkvæmd.
Lúðrasveitin 1960-1982
Myndin af plötuumslaginu. Á þessari plötu sem lög Árna Björnssonar leika tvö börn Sæbjörns og Valgerðar á trompeta þau Smári og Alma.
Lúðrasveitin 1960-1982
Einn af mörgum tónleikum sem Svanurinn hélt í Háskólabíó. Sonur Sæbjörns og Valgerðar situr á endanum vinstra meginn og spilar á flautu, han heitir Valbjörn.
Lúðrasveitin 1960-1982
Tónleikar í félagsheimili Stykkishólms. Sameinaðar þrjár sveitir Lúðrasveit Stykkishólms- Lúðrasveitin Svanur og unglingadeild Svansins skemtileg stund, það hefur alltaf verið náið samband milli Sæbjörns og heimaslóða hans það sýnir þessi sameining, sem hélst alla tíð.
Lúðrasveitin 1960-1982
Hópurinn stillti sér upp á holtinu fyrir ofan íþróttavöllinn sem mótið fór fram. Skemmtilegt ferðalag og landsmót sem haldið var í Stykkishólmi með glæsibrag.
Lúðrasveitin 1960-1982
Þessir tónleikar í Háskólabíó voru 1981 fyrri hluta árs, sama hljómsveit og á afmælinu, Frábær hljómsveit.
Lúðrasveitin 1960-1982
Frá 50 ára afmælistónleikum Svansins í Háskólabíó, haldnir í september 1980. Þetta er best skipaði hópurinn sem í Svaninum hefur verið, alveg frábærir hljómlistamenn, enda tókust tónleikarnir alveg frábærlega fyrir fullu húsi áheyrenda. Sennilega bestu tónleikar sem Svanurinn hefur haldið. Kynnirinn á myndinni lengst til vinstri er Haukur Mortens hinn vinsæli söngvari í áratugi.
Lúðrasveitin 1960-1982
Söguleg ferð til Vestmannaeyja. Svanurinn marserar upp kæjan í Vestmannaeyjum, upp í miðbæ þar serm tónleikar voru haldnir.Gullfoss í basýn en við leigðum hann heila hvítasunnuhelgi ásamt tannlæknafélaginu, og búið var um borð í skipinu, með fæði og öllu saman haldnir voru þrennir tónleikar ínni og úti og skemtanir á kvöldin með Svans dixelandi revíum og feira alveg frábær ferð.
Lúðrasveitin 1960-1982
Básúnudeildin á fullu. Frá tónleikum í Háskólabíó.
Lúðrasveitin 1960-1982
Dóttir Sæbjörns Alma er unga stúlkan í hvítu peysunni, þetta voru hennar fyrstu Tónleikar með Svaninum, en hún var ekki búin að fá búning. Alma var nýbúin að koma upp úr Unglingadeildinni. Sveinn Ólafsson situr á endanum fyrir miðri mynd með altósaxinn, mikill snillingur þarna á ferð þótt aldurinn sé farinn að færast yfir engin kynslóðarskipti í Svaninum, sá yngsti og elsti saman á tónleikum.
Lúðrasveitin 1960-1982
Valva Gísladóttir flautuleikari. Valva að spila flautukonsert á tónleikum í Stykkishólmi. Valva er dóttir Gísla Ferdinandssonar flautuleikara og skósmiðs. Eftir að Valva lauk einleikaraprófi frá Tónlistaskólanum í Reykjavík fór hún til Englands í framhaldsnám, og er ný komin úr því námi hingað heim aftur þegar myndin er tekin og auðvitað með Svaninum.
Lúðrasveitin 1960-1982
Æfing í Háskólabíó undir tónleika. Svanurinn hafði þarna á að skipa frábærum tónlistamönnum.
Lúðrasveitin 1960-1982
Gæðaflokkur í fremstu línu. Tilbúin að leggja af stað niður Laugaveginn 1. maí.
Lúðrasveitin 1960-1982
Tónleikar hjá Svaninum sennilega 1968 í Austurbæjarbíó. Stjórnandi Jón Sigurðsson.
Lúðrasveitin 1960-1982
Í sjónvarpsupptöku sennilega 1968 Stjórnandi Jón Sigurðsson Svanurinn var með tvær til þrjár upptökur í sjónvarpi á ári í mörg ár sem vakti mikla lukku, því við spiluðum tónlist sem var skemmtileg til að vera með í sjónvarpi.
Lúðrasveitin 1960-1982
Gömul mynd af Svaninum. Þarna er Karl O. Runólfsson stjórnandi, hann var það í tuttugu ár svo myndin gæti verið frá 1940.